Hverjir eiga að njóta réttinda að þínu mati?

  • Allir sem líta út fyrir að vera frá Íslandi
  • Allir frá Íslandi
  • Allir
Leo, 6 ára. Fæddur á íslandi. Mamma hans er frönsk og pabbi hans er frá Mexíkó.
Malaika, 5 ára. Fædd á Íslandi. Mamma hennar er sænsk en upprunalega frá Kenýu og pabbinn er íslenskur.
Atli Steinn Sougato, 11 ára. Ættleiddur til Íslands frá Indlandi.
Katrín Rut, 7 ára. Ættleidd frá Kólumbíu til Íslands.
Pétur Máni Arko, 5 ára. Ættleiddur til Íslands frá Indlandi.
Halldór, 6 ára. Fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra.
Tianyu, 5 ára, Fæddist í Jiangxi héraði í Kína og var ættleiddur til Íslands.
Tinna, 5 ára. Fædd á Íslandi, mamma hennar er hálf íslensk, hálf spænsk og pabbinn er íslenskur.
Heimir, 5 ára. Fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra.
Birkir Jan, 2. ára. Ættleiddur til Íslands frá Tékklandi.
Rauði krossinn á Íslandi hvetur landsmenn til þess að koma fram við náungann af virðingu, sama hvaðan hann er upprunninn. 

Taktu áskoruninni og vertu næs!

Rauði krossinn leitar til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og samtaka til að vera með í Vertu næs áskoruninni sem hvetur fólk til að koma fram við hvert annað af virðingu.

Uppruni, litaraft og trúarbrögð eiga ekki að skipta máli. Þú getur tekið þátt í að bæta samfélagið okkar. Margt smátt gerir eitt stórt og saman getum við haft gífurleg áhrif!

Til þess að taka þátt, veldu viðeigandi hnapp hér að neðan.

Claudie Ashonie Wilson kom hingað til lands fyrir þrettán árum síðan frá Jamaica. Hún er lögfræðingur og starfar hjá Rétti.
Claudie er ein af fáum Íslendingum sem kvartar ekki yfir veðrinu!

Á Jamaica gerði endalaust sólskinið og blíðan henni erfitt fyrir þar sem birta getur haft áhrif á mígreni og framkallað höfuðverki.

Hún er einstæð, tveggja barna móðir sem fór í afar krefjandi nám á íslensku, kláraði það með glæsibrag og starfar nú við fagið. Hún er góð fyrirmynd fyrir okkur öll.

Juan Camilo er kólumbískur Íslendingur. Hann hefur búið á Íslandi síðan 2007.

Juan er háskólanemi, er með BA í menntunarfræðum og er að klára meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hann er ástríðufullur kaffigerðarmaður, leikari, leikstjóri, dansari, kvikmyndagerðarmaður og ljóðskáld.

Í myndbandinu segir hann okkur betur frá því hver hann er, á sinn einstaklega sjarmerandi máta.

Meira um Juan

Vertu næs er tveggja ára átak Rauða krossins, sem hvetur fólk til að koma fram við hvert annað af virðingu. Uppruni fólks, litaraft eða trúarbrögð eiga ekki að skipta máli.
Mismunun er staðreynd í íslensku samfélagi og því miður eiga ekki allir jafna möguleika. Við getum breytt því!

10% þjóðarinnar eru af erlendum uppruna. Allir eiga að njóta sömu réttinda.
Því segir Rauði krossinn – Vertu næs!

Zahra Mesbah er frá Afganistan. Hún var flóttamaður í Íran og naut þess vegna takmarkaðra réttinda áður en hún kom til
Íslands sem kvótaflóttamaður árið 2012.

Zahra kom hingað til lands ásamt móður sinni og systur eftir að hafa misst bæði föður sinn og bræður.

Zahra er yfir sig hrifin af Íslandi og er aðdáunarvert hvað hún leggur sig mikið fram við allt sem hún tekur sér fyrir
hendur. Hún er 22 ára gömul og alveg einstaklega lífsglöð og gefandi manneskja.

Ert þú með fordóma?

Getur verið að þú sért haldinn fordómum í garð fólks af erlendum uppruna?

1717
Alltaf opinn – Alveg ókeypis – Algjör trúnaður

Er lífið erfitt?

Hjálparsími Rauða krossins er opinn

15%

Prófið

Spurning / 14

Loka