Hermanns Ottósson

Hermanns Ottóssonar, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Vertu næs: Hermann Ottósson

Í hverjum mánuði á meðan “vertu næs” átakið stendur yfir, mun Rauði krossinn fá hugleiðingar frá góðu fólki um málefnið. Það er við hæfi að fyrsti pistillinn séu hugleiðingar Hermanns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi. 

Átakið hvetur fólk til þess að koma fram við hvert annað af virðingu, sama hvaðan það kemur, hverrar trúar það er eða af hvaða litarafti. Heilmikil vitundarvakning er um málefnið á Íslandi og hvetur Rauði krossinn fólk til umræðu um fjölmenningarsamfélagið okkar á málefnalegan hátt og af virðingu. Á Íslandi býr fólk af ýmsum uppruna og allir eiga að njóta sömu réttinda.