Juan Camilo

Juan Camilo er kólumbískur Íslendingur. Hann hefur búið á Íslandi síðan 2007. Juan er háskólanemi, er með BA í menntunarfræðum og er að klára meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Juan er ástríðufullur kaffigerðarmaður, leikari, leikstjóri, dansari, kvikmyndagerðarmaður og ljóðskáld. Eftirfarandi ljóð er eftir Juan og gaf hann góðfúslega leyfi fyrir birtingu þess hér á vefnum. Íslensk þýðing ljóðsins var í höndum Aðalsteins Ásberg. Í myndbandinu segir hann okkur betur frá því hver hann er, á sinn einstaklega sjarmerandi máta.

Jól í Reykjavík

Ég er nakið tré
óskreytt, lauflaust
án ávaxta.
Fuglanir finna ekkert skjól hjá mér
ekki einu sinni skordýr hafa yndi

Það er kalt.
Við erum fangar í klakaböndum
og það er dimmt;
dökkur himinninn skiptir skapi
og þreyttir líkamar skjálfa
bíða birtunnar.

Fólk fer hjá og lítur ekki við mér.
Erum við kannski ekki lengur vinir?
Aðeins þeir ölvuðu eftirláta mér rusl
Og stríðinn hundur
hefur uppi á mér í nóttinni.

En þessi eyja er vin
á breiðgötu stórhvelanna.
Hingað komum við í leit að frelsi
og hérna lærðum við að standast
storm og hríðarbyl.
Og rætur uxu út frá okkur,
fundu bragð, angan,
við njótum þess að semja tónlist,

og að sveifla okkur í mjúkum takti.

Navidad en Reykjavík

Yo soy un árbol desnudo
sin adornos, sin hojas,
sin frutos.
Pájaros no hallan en mi su abrigo,
ni siquiera insectos se divierten conmigo.

Hace frío.
Somos prisioneros en la cárcel de hielo
y está oscuro;
el negro cielo revienta el ánimo
y cuerpos cansados tiemblan
esperando la luz.

La gente pasa y no me ve,
Será que no somos más amigos?
tan sólo borrachos me dan sus excesos.
Y algún perro travieso
me reconoce esta noche.

Pero esta ísla es un oasis
En el ancho camino de las ballenas.
Aquí llegamos para encontrar libertad
y aprendimos a estar en pie
frente al viento y las blancas tempestades.
Y nos crecieron raíces,
descubrimos sabores, aromas,
disfrutamos haciendo música,

y meciéndonos con un suave ritmo.

1717
Alltaf opinn – Alveg ókeypis – Algjör trúnaður

Er lífið erfitt?

Hjálparsími Rauða krossins er opinn

15%

Prófið

Spurning / 14

Loka