Dragðu flipann til hliðanna og sjáðu hvernig mannlíf getur breyst með því að taka vel á móti hugmyndum sem þróast hafa annars staðar í heiminum.
before
after

Næsland

Erlend áhrif á íslenskt samfélag. Næsland er skemmtilegur leikur þar sem hægt er að glöggva sig á ýmsu sem borist hefur hingað til lands sem hefur haft áhrif á íslenskt samfélag.

Hvað er á myndinni sem áhugavert er að skoða?

Gúmmístígvél voru bylting fyrir Íslendinga. Margir hafa nefnt þau sem einhverja mestu framför í sögu þjóðarinnar á 20. öld. Þau komu til Íslands um aldamótin 1900. Það mætti segja að gúmmístígvélin séu af fjölmenningarlegum uppruna.Árið 1852 fann Bandaríkjamaðurinn Charles Goodyear upp aðferð til gúmmísuðu. Landa hans, Hiram Hutchinson datt hins vegar í hug að það væri sniðugt að nota þessa aðferð til þess að búa til gúmmískófatnað. Hutchinson var af breskum uppruna en stofnaði fyrirtæki sitt í Frakklandi. Stígvélin urðu geysivinsæl víða um heim enda mikill munur, jafnt fyrir heilsu og lund, að geta verið þurr í fæturna allan daginn!

Kaffi kom fyrst til Íslands á átjándu öld. Talið er að kaffitréð sé upphaflega frá Eþíópíu. Jurtin barst til Arabíu á fimmtándu öld en þar var hún líklega fyrst notuð til þess að útbúa drykkinn sem flestir þekkja í dag. Það var ekki fyrr en um miðja sautjándu öld sem kaffi berst til Evrópu og um það bil hundrað árum síðar til Íslands. Kaffi er innflytjandi sem hefur aðlagast vel að flestum samfélögum heimsins. Og flest, ef ekki öll, hafa þau lagað sig vel að kaffinu. Nokkrar þjóðir hafa eignað sér kaffigerð vegna mismunandi aðferða við að útbúa það. Hér á landi var kaffi fyrst um sinn munaðarvara og einungis drukkið um helgar. Nú til dags er það orðið ómissandi hluti af daglegu lífi margra Íslendinga.Sumir segjast ekki einu sinni geta hugsað á morgnana fyrr en þeir fá sér ilmandi, rjúkandi kaffibolla!

Yoga er indversk aðferð til þjálfunar huga og líkama, sem stunduð hefur verið víða um heim í árþúsundir. Á níunda áratug síðustu aldar varð yoga afar vinsælt í hinum vestræna heimi, fyrst og fremst sem líkamsrækt, þar sem stellingar við yoga íhugun eru afar krefjandi. Yoga kom frekar seint hingað til lands en þegar Íslendingar loksins uppgötvuðu það varð það að dæmigerðu íslensku æði. Nú á dögum er vandfundin sú líkamsræktarstöð sem ekki býður upp á ýmis konar yogakennslu. Hatha yoga, Raja yoga eða heitt yoga, en þar eru æfingarnar stundaðar í mjög heitum sal. Við þær aðstæður er líkaminn enn sveigjanlegri og betri árangur næst við æfingarnar. Það er nokkuð algengt nú til dags að Íslendingar fari til dæmis í yoga í hádeginu, úr ofsaveðri eða nístingskulda, inn í sjóðheitan sal til að æfa sig, komi þaðan út rennandi sveittir og útteygðir, fari svo í sturtu (vonandi) og aftur í vinnuna, ferskir og útvatnaðir eftir átökin!

Flatbakan/pizzan Hver hefði trúað því að pizzan er ekki ítölsk? Heimildir herma að fyrsta flatbakan hafi verið bökuð af Forn-Grikkjum, sem bökuðu kringlótt flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd og ýmislegt annað. Pizzan kom svo til Ítalíu á átjándu öld og þar aðlagaðist hún ítalskri matargerð þannig að tómatar voru settir á hana. Það er upphafið af hinni geysivinsælu flatböku sem flestir fá sér annað veifið í dag. Flatbakan kom hingað til Íslands um miðja síðustu öld og var upphaflega kölluð pressugerskaka með áleggi. Íslendingar hafa lagað sig vel að þessum innflytjanda og er algengt að barnafjölskyldur hér á landi geri sér glaðan dag einu sinni í viku og haldi föstudagspizzukvöld.

Asísk matarmenning

Árið 1985 opnaði fyrsti asíski veitingastaðurinn á Íslandi. Eigandinn var frá Malasíu en hann flutti hingað árið 1978, eftir að hafa verið hér í heimsókn og heillast af landi og þjóð. Veitingastaðurinn hét Shanghai og var á Laugaveginum, í miðbæ Reykjavíkur. Eflaust muna margir eftir þessum stað. Fljótlega bættust við fleiri asískir staðir, sumir í eigu víetnamskra flóttamanna sem stjórnvöld buðu hingað og áttu að baki erfiðan flótta frá föðurlandinu á allra handa illa búnum bátum.

Í þá daga voru bragðlaukar Íslendinga ekki vanir fjölbreyttum kryddjurtum í matargerð og nánast ómögulegt að nálgast framandi krydd. Íslendingar vildu ekki einu sinni sjá rauðan pipar fyrr en langt var liðið á níunda áratug síðustu aldar. Landsmenn hafa aðlagast asískum mat mjög vel og í dag eru fjölmargir vinsælir asískir veitingastaðir sem skreyta þéttbýli landsins og kitla betur þroskaða bragðlauka sem sífellt þola bragðsterkari pipar!

1717
Alltaf opinn – Alveg ókeypis – Algjör trúnaður

Er lífið erfitt?

Hjálparsími Rauða krossins er opinn

15%

Prófið

Spurning / 14

Loka