Námskeið

Fræðsla og námskeið fyrir skóla, vinnustaði og einstaklinga

Dafnar fjölbreytileikinn eða leynast hér duldir fordómar í garð þeirra íbúa landsins sem eru af erlendum uppruna?

Rauði krossinn býður í vetur upp á námskeið um fjölmenningu og fordóma. Þau eru létt og skemmtileg þó málefnið sé alvarlegt og henta öllum, jafnt unglingum sem öldruðum. Það besta er að fyrirlesararnir koma á staðinn!

Annars vegar er boðið upp á fræðsluerindið Vertu næs – fjölbreytileiki eða fordómar? Það tekur u.þ.b. 35 mínútur og hentar vel fyrir skóla og vinnustaði af öllum stærðum og gerðum. Til að panta erindið eða fá frekari upplýsingar sendu okkur póst á fraedsla@redcross.is.

Hins vegar er boðið upp á u.þ.b. tveggja klukkustunda námskeið Fjölbreytileiki eða fordómar? Það byggir á sama efni og ofangreint fræðsluerindi en farið er dýpra í efnið og góður tími gefst fyrir umræður sem verða oft mjög líflegar. Gert er ráð fyrir um 20-30 manns á hvert slíkt námskeið. Til að panta námskeiðið eða fá frekari upplýsingar sendu okkur póst á fraedsla@redcross.is.

Viltu koma til okkar á erindi / námskeið? Rauði krossinn mun einnig bjóða upp á bæði fræðsluerindi og námskeið í vetur í húsnæði félagsins víða um landið. Ef þú hefur áhuga að koma sendu okkur þá línu á fraedsla@redcross.is.

Eins bendum við á efnið hér á síðunni sem getur gagnast kennurum og nemendum sem vilja fræðast nánar um málefnið.

1717
Alltaf opinn – Alveg ókeypis – Algjör trúnaður

Er lífið erfitt?

Hjálparsími Rauða krossins er opinn

15%

Prófið

Spurning / 14

Loka