Rúv á Norðurlandi fjallar um Vertu næs verkefnið

Verkefnisstjórar hjá Rauða Krossinum, sem halda utan um verkefnið „Vertu næs“ fóru í dag í skóla á Akureyri og héldu fyrirlestra um fordóma gagnvart innflytjendum og flóttafólki. Duldir fordómar voru nemendum ofarlega í huga að fyrirlestrinum loknum.

Átakið „Vertu næs“ er tveggja ára verkefni og það eru þau Anna Lára Steindal og Juan Camili sem halda fyrirlestrana. Þau byggja þá á reynslu af starfi sínum með innflytjendum en Juan er sjálfur innflytjandi, kom hingað frá Kólumbíu og deildi reynslu sinni með nemendum. Hann segir að kærleikur og opinn hugur sé mikilvægastur, þegar við hugsum um innflytjendur.

Nemendurnir fengu að kynnast ýmsum skilgreiningum sem tengjast innflytjendum og fordómum, til dæmis duldum fordómum. Það fékk þau til að hugsa um hvernig þau hafa sjálf komið fram við innflytjendur. Fréttastofa fór í Menntaskólann á Akureyri í dag og ræddi við þau Önnu Láru og Juan, auk nemenda sem hlýddu á fyrirlesturinn. Hægt er að sjá viðtöl við þau hér í spilaranum að ofan.

Hægt er að sjá myndbandið hér.