Frá hvaða löndum eru innflytjendurnir?

Renndu músinni yfir heimskortið til að sjá hvaðan innflytjendur á Íslandi eru. Upplýsingar miðast við febrúar 2015
Algengt er að börnum af erlendum uppruna hér á landi líði verr en öðrum jafnöldrum.

Þau segjast eiga færri vini, þau eru líklegri til að vera skilin útundan og að verða fyrir stríðni.
„Mér var misboðið... ég var uppgefinn... ég var niðurlægður... einmana... einangraður... ég varð fyrir vonbrigðum... ég fann fyrir stressi... kvíða... óréttlæti... óöryggi... ég grét... mér fannst ég niðurlægð... auðmýkt.“ Þetta er meðal þeirra tilfinninga sem vakna með fólki sem verður fyrir fordómum.
Á fyrsta árinu sem Rauði krossinn sinnti réttindagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd (hælisleitendur) sóttu 220 manns um vernd.
Meirihluti fólks af erlendum uppruna hér á landi upplifir reglulega virðingaleysi, mismunun og dulda fordóma sem vekja með þeim afar sárar og neikvæðar tilfinningar.

Hvað þýðir það að vera flóttamaður?

Flóttamaður er einstaklingur sem hefur flúið heimaland sitt og kemst ekki til baka “af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur”, eins og segir í flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Fyrstu flóttamennnirnir sem komu til Íslands voru frá Ungverjalandi. Það voru 52 einstaklingar sem komu hingað á aðfangadag árið 1956.

Síðan hafa komið margir hópar frá ýmsum löndum. Þetta eru svokallaðir kvótaflóttamenn, sem stjórnvöld bjóða að setjast að hér á landi. Þeir hafa í öllum tilfellum fengið viðurkenningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á stöðu sinni sem flóttamenn.

Hvað þýðir það að vera hælisleitandi?

Einstaklingar sem koma til Íslands og óska eftir hæli, án þess að hafa áður fengið viðurkenningu Flóttamannastofnunarinnar, eru kallaðir hælisleitendur. Stjórnvöldum ber, samkvæmt flóttamannasamningnum, að taka við umsóknum þeirra og komast að niðurstöðu um hvort þeir eigi rétt á hæli – og veita þeim það ef niðurstaðan er jákvæð.

Nokkur atriði úr veruleika hælisleitenda

Hælisleitendur á Íslandi búa í búsetuúrræðum sem stjórnvöld útvega þeim. Oftast deila þeir húsnæði með öðrum hælisleitendum, fólki sem þeir þekkja ekki fyrir og völdu ekki að búa með. Hver hælisleitandi fær 8.000 kr. á viku til að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur og eftir fjórar vikur hér á landi bætast við 2.700 kr. í vasapening á viku. Hælisleitendur eru undir miklu andlegu álagi vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð þeirra. Þeir búa við mikla félagslega einangrun og aðgerðaleysi. Fá virkniúrræði standa þeim til boða.

Barnungir hælisleitendur á skólaskyldualdri eiga rétt á að sækja skóla og þau börn sem ekki eru í fylgd fullorðinna búa hjá fósturfjölskyldum. Börn á leikskólaaldri fá flest að fara í leikskóla og börn á aldrinum 16-18 ára í framhaldsskóla. Mikilvægt er að daglegt líf sé í föstum skorðum svo að börnin upplifi eins mikið öryggi og hægt er miðað við aðstæður.

Allir hælisleitendur hafa aðgang að almennri heilsugæslu og fara í læknisskoðun við komuna til Íslands. Veitt er læknismeðferð við öllum lífshættulegum sjúkdómum en annað s.s. aðgerðir sem eru æskilegar en ekki lífsnauðsynlegar bíða þess að hælismáli viðkomandi ljúki.

Aðgerðaleysi er einn helsti óvinur allra hælisleitenda, óháð aldri, kyni og þjóðerni. Mikilvægt er að skapa daglega virkni og stuðla þannig að því að jákvæðri aðlögun frá fyrsta degi. Virkni úrræði þurfa að hafa tilgang og merkingu fyrir einstaklinginn. Flest allir hælisleitendur eldri en 18 ára hafa lítið sem ekkert við að vera megin part vikunnar.

Flóttamenn njóta sömu réttinda og aðrir íbúar landsins er kemur að félags- og heilbrigðisþjónustu. Hælisleitandi sem fær vernd þarf þó að byrja á að finna sér húsnæði og skrá lögheimili til að geta tekið næstu skref. Litla aðstoð er að fá við þessi fyrstu skref og þau geta því verið erfið enda búa fæstir við að hafa stuðning af fjölskyldu og vinum hér á landi sem eru öllum hnútum kunnug.

Flestir hælisleitendur á Íslandi vilja leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Margir þeirra vilja því vinna og greiða skatt frekar en að þiggja framfærslu frá íslenskum stjórnvöldum. Hælisleitendur hafa rétt á sérstöku bráðabirgðaatvinnuleyfi sem gildir til 6 mánaða í senn. Að finna vinnu kennitölulaus getur þó verið snúið því fæstir atvinnurekendur þekkja atvinnuleyfið sem þeir eiga rétt á. Þá tekur afgreiðsla umsókna um atvinnuleyfið alltaf einhvern tíma og oft er atvinnutækifærið runnið mönnum úr greipum þegar afgreiðslu leyfisins líkur.

Hælisleitandi á vinnumarkaði greiðir sjálfur fyrir húsnæði sitt, uppihald og heilbrigðistryggingu. Hann greiðir fullan skatt af tekjum sínum en vinnur sér hvorki rétt til atvinnuleysisbóta, félagsþjónustu né heilbrigðisþjónustu. Flestir setja það þó ekki fyrir sig enda miklu betra að vera virkur heldur en að sitja aðgerðalaus alla daga.

Margir hælisleitendur upplifa skömm yfir því að vera uppá aðra komnir og þiggja framfærslu eða eins og margir nefna það „ölmusu“ frá íslenska ríkinu. Þeir upplifa valdleysi yfir eigin lífi og örlögum, finnst þeir sviptir tækifærinu til að þátttöku í samfélaginu og eru oft einmanna.

Frá því að Rauði krossinn tók við réttindagæslu fyrir umsækjendur um vernd þann 25. ágúst 2014 hafa 12 einstaklingar fengið hér stöðu flóttamanns.
Þeir sem hafa yfirgefið landið eru 51.
Önnur mál eru enn í meðferð.

Flóttamenn á Íslandi

Flóttamenn sem koma hingað í boði íslenska ríkisins (oft nefndir kvótaflóttamenn) njóta mikils félagslegs stuðnings fyrsta árið sitt hér á landi. Þegar þeir koma bíður þeirra heimili, þeir fá félagsráðgjöf og fá stuðningsfjölskyldur frá Rauða krossinum sem mynda félagslegt net þeirra fyrsta árið. Þeir fá íslenskukennslu og náms- og starfsráðgjöf til að hjálpa þeim að fóta sig í nýju landi.

Á síðastliðnu ári hefur fólk frá 39 þjóðlöndum sótt um alþjóðlega vernd hér á landi.

Langflestir sem hingað hafa leitað eru frá Albaníu en á eftir kemur fólk frá Makedóníu, Sýrlandi, Úkraínu og Írak. 

Frekari upplýsingar um fjölda flóttamanna á Íslandi má finna hér.

Heimildir
1717
Alltaf opinn – Alveg ókeypis – Algjör trúnaður

Er lífið erfitt?

Hjálparsími Rauða krossins er opinn

15%

Prófið

Spurning / 14

Loka