Suðupotturinn Ísland: Hvernig byggjum við fordómalaust samfélag?

Rauði krossinn hélt vel sóttan og fjörugan borgarafund í Ráðhúsi Reykjavíkur í samvinnu við Alvogen þann 9. desember, 2015. Framsöguerindi héldu Goddur, Anna Lára Steindal, Susan Rafik, Unnur Brá Konráðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Áshildur Linnet.

Tekin voru upp myndbönd af því tilefni með skoðunum nokkurra íbúa landsins, af íslenskum og erlendum uppruna, sem hægt er að sjá hér.

Áshildur Linnet var í viðtali Í Kastljósi fyrir fundinn. Sjá má viðtalið á mínútu 00.55 ef smellt er á hlekkinn
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/kastljos/20151209