Suðupotturinn Ísland: Hvernig byggjum við fordómalaust samfélag?

Málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 9. desember, kl. 20

Í kjölfar hryðjuverkanna í París bar talsvert á fordómafullum ummælum í garð fólks af erlendum uppruna. Jafnvel flóttafólks sem er einmitt að flýja stjórnlaust ofbeldi í heimalöndum sínum.

Rauði krossinn á Íslandi, í samstarfi við lyfjafyrirtækið Alvogen, býður til málþings í Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 9. desember, kl. 20.

Þar verða flutt stutt erindi um íslenska sjálfsmynd, umburðarlyndi og framtíð íslensks samfélags án aðgreiningar og fordóma. Að erindum loknum verður opnað fyrir umræður.

Frummælendur flytja eftirfarandi erindi:

Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands

„Hin heilaga sjálfsmynd Íslendinga“

Anna Lára Steindal, heimspekingur

„Hvernig stuðlum við að og viðhöldum samtali, samhug
og samvinnu milli ólíkra hópa sem deila samfélagi á Íslandi?“

Susan Rafik Hama, doktorsnemi við Háskóla Íslands
„Ræðum og fræðum“

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks
og formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis

„Frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður og varaformaður þingflokks Pírata
„Hver er þýðing hugtakanna frelsi og umburðarlyndi?“

Áshildur Linnet, verkefnisstjóri málefna hælisleitenda
og flóttamanna hjá Rauða krossinum

„Hugsjónir Rauða krossins og baráttan gegn mismunun“

Fundarstjóri: Eva María Jónsdóttir

Iceland, the Melting Pot

How do we build a society without prejudice?

Following the November Paris attacks, prejudical discourse towards immigrants has been evident on social media in Iceland. Even towards refugees, the very people who are attempting to escape boundless violence in war torn countries.

The Icelandic Red Cross wants to adress this issue at an open forum event in Reykjavík City Hall, Wednesday 9th December at 8 PM. Keynote speakers will deliver speeches about Icelandic identity, acceptance and the future of Icelandic society without differentation and prejudice. Following the speeches and open discussion will take place.