Um herferðina

Vertu næsRauði krossinn á Íslandi hvetur landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn.

Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíuþúsund einstaklingar. Undanfarin ár hefur borið á því að fólki sé mismunað eftir þjóðerni, til dæmis þegar kemur að atvinnu og húsnæðismálum. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt.

Rauði krossinn ákvað því að vekja athygli á málefninu með tveggja ára átaki sem hvetur fólk til að líta í eigin barm, skoða hvernig það kemur fram við fólk sem hefur annan bakgrunn, annað litaraft eða aðra trú en það sjálft og athuga hvort það getur gert betur.

Þessi vefur er hluti af átakinu og allt efni sem framleitt verður á þessum tveimur árum, fyrir þennan málstað, verður aðgengilegt á honum. Til stendur að koma upplýsingum til almennings á margvíslegan máta, með aðstoð samfélagsmiðla, fjölmiðla og leikhúsa, svo eitthvað sé nefnt. Málsvarastarf Rauða krossins verður einnig eflt til muna og boðið verður upp á námskeið sem fyrirtæki eða einstaklingar geta fengið til þess að upplýsa um leiðir til að forðast ómeðvitaða eða meðvitaða mismunun.

Átakið hófst í mars 2015 með opnun þessarar vefsíðu og málþings í samstarfi við Evrópustofu, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofu Reykjavíkur og fleiri aðila.

Tíu prósent þjóðarinnar eru af erlendum uppruna og allir eiga að búa við sömu réttindi. Því segir Rauði krossinn “vertu næs!”

1717
Alltaf opinn – Alveg ókeypis – Algjör trúnaður

Er lífið erfitt?

Hjálparsími Rauða krossins er opinn

15%

Prófið

Spurning / 14

Loka